143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:33]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Svo uppskera menn sem þeir sá. Það er auðvitað ekki annað hægt en að tala með nokkuð afgerandi hætti til umhverfisráðherra sem hefur lýst því yfir að hann skoði hvort ekki sé hægt að leggja ráðuneytið niður og til Framsóknarflokks sem meðal annars átti umhverfisráðherrann Siv Friðleifsdóttur sem í pólitískri þjónkun sneri við faglegum úrskurði Skipulagsstofnunar í stærsta deilumáli umhverfisverndar á Íslandi síðustu áratugi. (Gripið fram í: Jón Kristjánsson.) Það eru í mínum huga endalausar ástæður í sögu og framgöngu Framsóknarflokksins í umhverfismálum til að vefengja það sem að baki býr hjá þeim í þeim málaflokki.