143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:12]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Í ljósi þess að klukkan er nú að ganga átta og umræðum um þetta mál hér í dag er væntanlega að ljúka þá vil ég taka undir það sem kom fram hjá hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur. Mér finnst til dæmis mjög sérkennilegt ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skila algerlega auðu í þessu máli. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins hafa þó komið hér í andsvör, þar á meðal glænýjasti þingmaðurinn okkar. Það er vel, en mér finnst það lítið að nánast engir sjálfstæðismenn sitji hér í salnum og enginn þeirra taki til máls.

Hvernig væri nú að beina bara þeim tilmælum til stjórnarliða og alveg sérstaklega til sjálfstæðismanna að þeir verði hér við umræðuna hvort sem henni verður fram haldið á morgun eða hinn eða hvað verður. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hefði mjög gaman af því að leggja spurningar fyrir hæstv. iðnaðarráðherra eða ráðherra atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins sem fer með iðnaðarmál. Hún hefur verið að senda frá sér ýmsar yfirlýsingar þessa dagana (Forseti hringir.) og það gæti verið fróðlegt að fá að leggja fyrir hana spurningar (Forseti hringir.) um viðhorf hennar í þessum efnum.