143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:34]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Það var raunar þannig að hv. umhverfis- og samgöngunefnd gerði 56 breytingartillögur á frumvarpinu, ég tel að það sé nokkuð vel að verki staðið. Margar þeirra voru auðvitað minna efnislegar en aðrar. Það var áhugavert að horfa yfir þær.

Ég tel að lokahnykkurinn varðandi utanvegaakstur hafi verið það mikilvægasta þarna. Efasemdir voru um að nægilega vel væri haldið utan um það í frumvarpinu eins og það var lagt fram og það var hluti af sáttaumleitunum að fara bara í kortagrunnsvinnuna og bíða síðan með kaflann inn í framtíðina, fram til 2017, til að menn áttuðu sig á því að ekki var verið á þessum tímapunkti að loka því hvernig kortagrunnurinn (Forseti hringir.) mundi nýtast við að stemma stigu við utanvegaakstri.