143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:35]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir svarið. Ég vildi þá kannski spyrja hv. þingmann af því að hún spurði mig áðan og fannst ég svolítið lík ömmu sinni þegar ég svaraði; telur hún að bráðabirgðaákvæðið sé ekki nógu stíft til að halda utanvegaakstrinum í skefjum? Er það ekki rétt skilið hjá mér að það skipti miklu máli að halda þessu inni þannig að við vitum betur hvert á að fara árið 2018?