143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:37]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hennar og líka fyrir starf hennar sem umhverfisráðherra að undirbúningi málsins. Það var gagnlegt að rifja upp hvernig þinghaldið var hér síðasta vetur því að það var auðvitað með þeim ósköpum að hver maður sem var í þessum sal þann vetur hlýtur að reyna að gleyma þeirri reynslu sem allra fyrst með hvaða hætti hæstv. núverandi umhverfisráðherra og félagar hans gengu fram.

Þingmaðurinn nefndi það að af hálfu minni hlutans hafi verið kynt undir misskilningi. Ég vil biðja þingmanninn um að segja okkur dálítið betur hvað átt er við með því. Var vísvitandi verið að kynda undir misskilningi á ákvæðum frumvarpsins af hv. þingmönnum í þessum sal á síðasta vetri?