143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:45]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Skil ég hv. þingmann rétt, að ef þessi lög hefðu verið í gildi fyrir tveimur árum hefði verið farið öðruvísi með Gálgahraun en gert er í dag? Á það kannski við eitthvað sem við erum ekki með hugann við akkúrat í augnablikinu ef heildarendurskoðun þessara laga dregst og lögin verða felld niður sem eiga að taka gildi á næsta ári? Hvað gæti verið í húfi?

Þrýstihópar hafa verið háværir. Því miður er allt of mikið um háværa þrýstihópa sem ná eyrum stjórnvalda með frekju og yfirgangi á kostnað almannahagsmuna, ná að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem eru í raun minnihlutasjónarmið því að önnur sjónarmið, (Forseti hringir.) náttúran sjálf, hafa ekki aðra talsmenn en þá sem eru (Forseti hringir.) náttúruverndarsinnar á borði en ekki bara í orði.