143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[16:07]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var eins og góð jólabókakynning, hér talaði Steingrímur J. Sigfússon við Össur Skarphéðinsson.

Áður en ég beini spurningu til þingmannsins langar mig að gera athugasemd. Þó að þingmaðurinn hafi verið æstur og þó að hann vilji koma skoðun sinni fast á framfæri eru það ekki góð vinnubrögð að standa í þessum ræðustól, kalla eftir faglegum vinnubrögðum og tala um að ráðuneytið og ráðherrann eigi að druslast til einhvers.

Mig langaði hins vegar að biðja þingmanninn að skilgreina hvað er að vera umhverfissinni. Honum varð tíðrætt um það hérna.