143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[16:47]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Auðvitað hefur maður áhyggjur af því að þetta séu kannski fyrst og fremst hugmyndir hæstv. ráðherra og ríkisstjórnarinnar að fara í Norðlingaölduveitu og það sé kannski rétta svarið, því miður.

Hv. þingmaður kom inn á það áðan varðandi túlkun á ræktuðu landi, að hún væri kannski óskýr. Farið var í að finna lausn á því og skilgreina upp á nýtt sem endaði á því að vera skilgreint þannig að það land sem hefði verið í notkunarleysi síðustu þrjú ár, að mig minnir, teldist ekki til ræktaðs lands og mætti því ganga um það.

Telur hv. þingmaður að skerpa þurfi frekar á hugtakinu ræktuðu landi í þeim lögum sem er verið að tala um að afturkalla?