143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:43]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er mikið af nýjum þingmönnum hér í salnum og eðli málsins samkvæmt eru margir þeirra frá stjórnarflokkunum sem juku fylgi sitt í síðustu kosningum. Ég held að margt af því fólki sé ekki endilega sérstakir náttúruböðlar, ég ætla alls ekki að gefa mér það. En það er kannski líka ástæða til að brýna stjórnarliða til þess að gera kröfur til sinna ráðherra að afgreiða ekki í gegnum þingflokka umyrðalaust stórmál, eins og afturköllun náttúruverndarlaga, heldur kalla eftir því að menn færi rök fyrir slíkum stórgjörningum.

Ég held að margir muni vakna upp þegar líða fer á kjörtímabilið — ef ríkisstjórnin þá lifir — og hugsi svolítið að betra (Forseti hringir.) hefði verið að veita harðari mótstöðu á stundum í þessu stjórnarsamstarfi.