143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:57]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get ekki svarað þessari spurningu, hv. þm. Svandís Svavarsdóttir. Mér finnst þetta einstaklega skrýtin vinnubrögð. Mér finnst þau ekki til sóma. Ég hef fengið að vera hérna í þessu fallega húsi sem hefur þetta fallega hlutverk og fengið að segja hvað mér finnst í þessari fallegu pontu. Ég verð að viðurkenna að þessi vinnubrögð og hvernig haldið er á málum eru mér mikil vonbrigði. Ekki eru öll kurl komin til grafar. Það verður spennandi þegar tíminn leiðir í ljós hvað lá í rauninni á bak við.