143. löggjafarþing — 25. fundur,  19. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[19:03]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þegar allir koma að borðinu og ætla sér að vinna að því að ná sátt þá sé það í rauninni hægt. En auðvitað eru ekki alltaf allir sáttir, það er bara þannig. Ég er ekki sátt við niðurstöðu prófkjörs sjálfstæðismanna á föstudaginn, en það er niðurstaðan og henni skal hlíta, þó að ég sé ekki í Sjálfstæðisflokknum, alls ekki. Auðvitað næst aldrei 100% sátt þó að reynt sé að hlusta á öll viðhorf og til þess eru jú líka kjörnir fulltrúar. Það er þeirra að taka ákvörðun. Því veldur það mér miklum vonbrigðum að ekki skuli vera leitað eftir þverpólitískri sátt allra þingmanna þegar kemur að svona stóru og miklu máli. Við erum ekki að tala um urðunarskatt eða tekjuskatt af bleium, við erum að tala um náttúruverndarlögin með ákveðnum greini.