143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[18:20]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að hrósa hv. þingmanni því að hann var afar faglegur í ræðu sinni, öfugt við hvernig hann var í gær. En ég vil bara spyrja hv. þingmann: Hvers vegna var málið ekki klárað á síðasta kjörtímabili? Ég spurði nokkra þingmenn að þessu í gær og við því komu reyndar engin svör. Mig langar að spyrja hv. þingmann að því hvers vegna málið var ekki klárað á síðasta kjörtímabili.