143. löggjafarþing — 26. fundur,  20. nóv. 2013.

Orkuveita Reykjavíkur.

178. mál
[20:20]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni þessar spurningar. Já, þetta er lögþvingaður aðskilnaður með sama hætti og önnur orkufyrirtæki hafa farið í gegnum síðan raforkulögin tóku gildi. Jafnvel þótt búið sé að fresta gildistöku laganna eða þessa ákvæðis fjórum sinnum áður er þetta aðskilnaður sem er byggður á lagasetningu og er til kominn vegna lagasetningar þannig að hann er lögþvingaður.

Já, það var eins farið með stimpilgjöld og meðferð þeirra þegar hinum orkufyrirtækjunum var skipt.