143. löggjafarþing — 28. fundur,  28. nóv. 2013.

síldarútvegsnefnd og sjóðir í þágu síldarútvegsins.

146. mál
[11:12]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál snýst um að veita aukið fé til rannsókna eða til Hafrannsóknastofnunar til að bregðast við þeirri vá sem er yfirvofandi í Kolgrafafirði. Um þetta mál var sátt í atvinnuveganefnd og ég vona að þingið geti sæst á það að veita aukið fé úr þessum sjóði í eitt skipti til að bregðast við þessum alvarlegu aðstæðum.