143. löggjafarþing — 28. fundur,  28. nóv. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[14:50]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Við höfum aðeins rætt hjá hverjum eigi að fella niður og hverjum ekki og hvort það var til fyrirmyndar þegar til dæmis Háskólinn á Akureyri tók sig til og vann sjálfur á eigin halla, sem er kannski ekki beint sanngjarnt gagnvart sumum stofnunum sem hafa staðið sig afskaplega vel. En gott og vel, það væri áhugavert að fá að vita nákvæmlega hverjar tölurnar eru sem ríkissjóður ætlar að fella niður af þessum stofnunum. Eins mun ég kalla eftir að við fáum að sjá verklagsreglurnar.

Varðandi framhaldsskólana sem hafa mikið verið til umræðu núna er ljóst að þeir eru vanfjármagnaðir á þessu ári. Á ekkert að taka á þeirra vanda? Þeir eru vanfjármagnaðir miðað við frumvarpið sem fram undan er.

Hvað varðar Vegagerðina er afar sérstakt að geta tekið 700 milljónir, eða 500 eða hvað það nú var sem var tekið, og flutt á milli af viðhaldsfé. Til okkar komu sveitarfélög, (Forseti hringir.) hvert á fætur öðru, og kvörtuðu undan því að ekki væri viðhald á vegum, þannig að það (Forseti hringir.) er mjög einkennilegt ef það eru eftirstöðvar.