143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

kynning á tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir stjórnarandstöðuna.

[15:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hafði reyndar gert ráð fyrir því að þegar stærstu efnahagsaðgerðir hæstv. ríkisstjórnar til þessa kæmu fram yrðu þær kynntar fyrir þingmönnum. Ég er mjög undrandi á orðum hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann telur að það að blaðamenn hafi fengið kynningu og þeir hafi fengið möguleika á að spyrja sé nægilegt fyrir okkur hv. þingmenn. Það er náttúrlega af og frá. Auðvitað þurfa hv. þingmenn að fá tækifæri til að spyrja hæstv. ríkisstjórn út í stærstu efnahagsaðgerð hennar til þessa. Eins og ég segi gerði ég ráð fyrir því að sú kynning færi hér fram, að það þyrfti ekki að vera einhver uppákoma undir liðnum um fundarstjórn forseta um þetta. Ég er ákaflega óánægð með þetta, virðulegur forseti.