143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

kynning á tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir stjórnarandstöðuna.

[15:23]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði bara að taka undir með hv. þm. Birgittu Jónsdóttur sem sagði hér að það væri alger óþarfi að vera með eitthvert drama. Þá minnist maður þess kannski hversu hófstillt og sanngjörn stjórnarandstaðan var á síðasta kjörtímabili.

Það sem maður veltir fyrir sér er að stjórnarandstæðingar skuli koma hingað upp og hafa ekkert annað út á þetta mál að setja en hvernig það var kynnt. Ég veit ekki yfir hverju verið er að kvarta þegar allri þjóðinni er kynnt þetta á opnum blaðamannafundi og eftir atvikum (Gripið fram í.) munum við þingmenn fá kynningu á þessu. Ég missti af kynningunni, hv. þingmaður, ég var veðurtepptur fyrir norðan en fagna því sérstaklega að halda eigi aðra kynningu og þá fæ ég kannski að fljóta með.