143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

kynning á tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir stjórnarandstöðuna.

[15:27]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Það er í fyrsta lagi afar sérstakt að standa hér sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og hlusta á hv. þm. Guðbjart Hannesson segja frá því sem gerist á þingflokksfundum Sjálfstæðisflokksins. (GuðbH: Ég spurði.)

Í öðru lagi var rætt á fundi þingflokksformanna í morgun, þar sem sátu fulltrúar allra þingflokka, að þessar tillögur yrðu kynntar, ekki yrði komið til móts við óskina heldur væri einfaldlega, eins og einn þingflokksformaðurinn sagði, sjálfsagt að þessar hugmyndir yrðu kynntar. Þess vegna kemur það mér verulega á óvart að menn skuli eyða hátt í hálftíma undir liðnum um fundarstjórn forseta í að ræða það sem þingflokksformönnum allra flokka var kunnugt í hádeginu í dag.