143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

kynning á tillögum ríkisstjórnarinnar fyrir stjórnarandstöðuna.

[15:31]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Í ljósi lausnamiðaðrar og upplýstrar umræðu langar mig að spyrja hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hvort hann geti ekki beðið þennan sérfræðingahóp um að mæta á fundi hjá þingflokkunum þar sem við gætum fengið að spyrja efnislegra spurninga. Ég er búinn að renna í gegnum þessa glærukynningu og þessar tillögur. Það er margt pólitískt mjög flott upp sett en ég átta mig ekki alveg nógu vel á efnahagsvinklinum. Ég er búinn að spyrja nokkra þingmenn stjórnarflokkanna hvort ríkisábyrgð sé á þessum sjóði sem nota á til að veita lán sem niðurgreiðir lán fólks og er síðan niðurfært á þessum fjórum árum. Ég hef ekki fengið afgerandi svör, menn eru ekki alveg vissir. Það er eitt atriði. Það vantar greinilega meiri upplýsingar og það væri alveg frábært, til að við gætum tekið málefnalega afstöðu, að fá aðgang að sérfræðingahópnum. Mig langar að spyrja fjármálaráðherra hvort ekki sé hægt að verða við því.