143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

skipulag hreindýraveiða.

135. mál
[16:45]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn og sömuleiðis svör hæstv. ráðherra og legg áherslu á það sem fram kom í máli hæstv. ráðherra um að það skipti máli í þessu sem öðru að einfalda regluverk stjórnsýslunnar. Það skiptir líka máli að umsýsla og úthlutun og eftirlitshlutverk séu ekki á sömu hendi þannig að þegar menn fara í einföldun á regluverki stjórnsýslunnar sé þess fyrst og síðast gætt að eftirlitshlutverkið sé á einni hendi vegna þess að sami aðili getur ekki setið hringinn í kringum borðið.

Það sem hæstv. ráðherra sagði hér um einföldun regluverks stjórnsýslunnar og að færa þetta sem næst þeim vettvangi þar sem starfsemin er — þeim mun betra, virðulegur forseti.