143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

aldursmörk heilbrigðisstarfsmanna sem reka eigin starfsstofu.

190. mál
[16:58]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég fagna þessari fyrirspurn frá hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og enn fremur fagna ég svari hæstv. ráðherra. Ég tel að við eigum að endurskoða aldursmörk heilbrigðisstétta sem reka mega eigin starfsstofu.

Aldur er afstæður en það verður hins vegar að vera tryggt, virðulegur forseti, að virkt og virt eftirlit landlæknisembættisins sé fyrir hendi. Það er grundvallaratriði þess ef breyta á lögum í þá veru að eftirlitið verði, eins og ég segi, virkt og virt.