143. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2013.

Ríkisútvarpið og heyrnarskertir.

194. mál
[17:10]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda Katrínu Jakobsdóttur fyrir spurninguna og hæstv. ráðherra Illuga Gunnarssyni fyrir svörin. Ég held að mikilvægt sé í þessu tilviki að kannað verði meðal þeirra sem hér um ræðir hvernig þeir fá notið þess sem við, heyrendur, köllum hefðbundna fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu, að gerð sé könnun á því meðal þeirra hvernig því er framfylgt og hvert viðhorf þeirra er til þeirrar þjónustu sem við veitum í almannaþágu. Samhliða því þarf að skerpa á því hlutverki sem Ríkisútvarpið hefur sem fjölmiðill í almannaþágu og kanna hvernig því gengur og á að ganga í því að framfylgja hlutverki sínu.

Það er eins og stundum er sagt varðandi fólk sem ekki heyrir og ekki sér eða býr við aðrar fatlanir: Ekkert um okkur án okkar heldur við okkur.