143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

um fundarstjórn.

[15:13]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Sem betur fer er það nú svo að starfsmenn fjárlaganefndar hafa ekki fundið nein dæmi þess hversu snemma tekjuhlið fjárlaganna kom inn. Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem það kom á réttum tíma og er það bara afskaplega gott. (Gripið fram í.) En við höfum nefnilega, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, alltaf talað um mikilvægi þess að það komi snemma fram. Við höfum afgreitt það á síðustu klukkutímunum í þinginu, en við skulum vona að við sjáum það aldrei aftur. Því miður er það þannig að þótt ýmislegt standi í lögum sem snýr að þessu þá hefur ekki verið farið eftir því en get ég ekki farið yfir það í þessari örstuttu umræðu.

Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við vinnum vel og ég finn það á hv. fjárlaganefnd að hún er tilbúin í verkið og ég þarf ekki að fara yfir mikilvægi þess.