143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

um fundarstjórn.

[15:19]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég hef svo sem ekki miklu við þetta að bæta. Ég þakka hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir upplýsingarnar því að þingmenn aðrir en þingflokksformenn sitja ekki þessa fundi. Það er ljóst að hér er enn verið að setja af stað sjónarspil eins og oft er hjá vinstri flokkunum.

Ég vil beina þeirri staðreynd til hv. þm. Oddnýjar Harðardóttur að það er einungis einn virkur dagur milli jóla og nýárs þannig að það er mjög ólíklegt, án þess að ég sé að taka mér dagskrárvald eða forsetavald, að það verði með þeim hætti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan, það er ekki haldinn fundur í fjárlaganefnd til að tala ekki um neitt. Ekki sitjum við í þrjá klukkutíma og gónum hvert á annað. Það eru fundir í fjárlaganefnd þegar eitthvert efni er á dagskrá og nú bíðum við eftir þessum tillögum.

Það er boðaður fundur í fjárlaganefnd kl. 9 í fyrramálið og vonast ég til að þingmenn mæti þar vel, fulltrúar allra þingflokka, því að við munum hitta gesti út af fjáraukalögum.