143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

um fundarstjórn.

[15:26]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefur margoft tekið fram að það væri æskilegt að þessi mál sem boðuð eru kæmu sem allra fyrst fram þannig að þingið hefði sem rýmstan tíma til að fara yfir þau. Forseti hefur ekki skipt um skoðun í þeim efnum. Hins vegar er forseti þeirrar skoðunar að miðað við þær aðstæður sem uppi eru sé vel gerlegt að þau mál sem komin eru fram og ætlunin er að afgreiða rúmist innan þess tíma sem gert er ráð fyrir í starfsáætlun.