143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

þingstörfin fram undan.

[15:32]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Nú sem endranær mætti skipulagið í þinginu að sjálfsögðu vera betra. Á síðasta ári fór 2. umr. fjárlaga fram 29. nóvember. Þann sama dag var lagt fram frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þá var fjárlagafrumvarpið lagt fram 11. september. Okkur tókst samt að ljúka frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum í efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlagaumræðunni í fjárlaganefnd, bæði til 2. og 3. umr., og klára fyrir jól. (Gripið fram í: Og fjáraukalögin.) Og fjáraukalögin. Það frumvarp er hér inni núna. Fjáraukalögin voru búin. Það hefur margoft verið harmað að það frumvarp kom of seint fram.

Ég skora á okkur sem hér erum að halda dagskrá og starfsáætlun. Ég hef fulla trú á að jafnt fjárlaganefnd (Forseti hringir.) sem efnahags- og viðskiptanefnd sem eru þær nefndir sem koma að fjárlagafrumvarpinu (Forseti hringir.) standi sína plikt. Og ég er ekki að kvarta undan vinnuálaginu.