143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

velferð dýra.

210. mál
[18:44]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér er um að ræða löggjöf sem átti að ganga í gildi um næstu áramót og verið er að taka til baka ákveðinn innleiðingarferil að því markmiði að fullgilda lögin um áramót. Er það svo að búið hafi verið að ráða fólk samkvæmt samþykktum lögum sem gengju í gildi 1. janúar 2014 til að sinna aðbúnaði dýra á Íslandi, fylgjast með því hvernig aðbúnaður dýra væri og safna hagtölum í samræmi við nýsamþykkt lög?

Í fyrsta lagi: Var búið að ráða fólk? Hefur því verið sagt upp ef svo er?

Í öðru lagi: Er þessi tillaga hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar?