143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

velferð dýra.

210. mál
[18:46]
Horfa

Flm. (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kann ekki hagræðingartillögurnar 111 utan að þannig að ég man ekki hvort þetta er þaðan eða ekki. Var búið að ráða fólk í störfin og er búið að segja því upp? Ef það hefur þurft að ráða fólk sérstaklega til starfa hjá Matvælastofnun til að sinna þessu eftirliti ná þau lög sem ég mæli hér fyrir markmiði sínu vegna þess að þau snúast meðal annars um að spara í rekstri, einfalda reksturinn og spara fjármuni sem við getum þá nýtt í eitthvað annað. Það liggur í hlutarins eðli að sé búið að ráða fólk til þessara starfa áður en lögin taka gildi eða verkefnin koma verður auðvitað að segja því fólki upp. Ég held ekki að hægt sé að horfa öðruvísi á þetta. Það er yfirlýst markmið með þessari aðgerð að einfalda eftirlitið, án þess að draga nokkuð úr vægi þess í sjálfu sér var það einfaldað. Það er trú okkar að eftirlitið verði ekkert lakara eftir sem áður og um leið drögum við úr kostnaði.