143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum.

163. mál
[18:52]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Ögmund Jónasson, sem er 1. flutningsmaður að þessari tillögu, hvort hann telji að ekki sé lagaheimild fyrir innanríkisráðherra til að beita og stöðva nauðungarsölur eins og málum er háttað í dag, hvað varðar lögin, og þess vegna sé þessari þingsályktunartillögu beint til þessara aðila um að senda fyrirmæli um að fresta öllu slíku þar til aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hvað varðar skuldavanda heimilanna liggi fyrir. Meginspurningin er: Telur hv. þingmaður að ekki sé lagaheimild fyrir innanríkisráðherra til þess að grípa í taumana?