143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum.

163. mál
[18:53]
Horfa

Flm. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hygg að það sé lagaheimild til að framfylgja þingsályktunartillögunni eins og hún er sett fram hér, annars vegar með tilmælum til Íbúðalánasjóðs og áskorun til bankanna. Ef hins vegar á að gera það sem gert var á síðasta kjörtímabili, að gera það að lagaskyldu að setja með öðrum orðum bann við nauðungarsölum, þarf lagabreyting að koma til.