143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum.

163. mál
[18:56]
Horfa

Flm. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég hygg að þetta sé réttur skilningur. Ef þingið samþykkti þessa þingsályktunartillögu væri þingið búið að álykta og samþykkja að þeir ráðherrar sem hér eru nefndir, annars vegar fjármála- og efnahagsráðherra og hins vegar félags- og húsnæðismálaráðherra, sendi tilmæli til Íbúðalánasjóðs um að stöðva nauðungarsölur. Það yrði þá bindandi af hálfu löggjafans að fela ráðherranum að senda þessi tilmæli, þau væru bindandi, hitt gæti aldrei orðið annað en áskorun. Ef hins vegar á að gera þetta að lagaskyldu, þ.e. að allur markaðurinn hlíti þessum reglum og nauðungarsölur verði stöðvaðar, þá þarf lagasetning að koma til.