143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum.

163. mál
[19:00]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Rétt vegna orða hv. þm. Jóns Þórs Ólafssonar um að þingið samþykki frumvarp sem hann er 1. flutningsmaður að ásamt fleiri þingmönnum; telur hann að Alþingi, löggjafinn í landinu, eigi að setja lög sem mismuna fólkinu í landinu eftir því við hvaða fjármálastofnun það hefur kosið að eiga viðskipti sín við? Telur hv. þingmaður virkilega að löggjafinn eigi að beita sér í því að mismuna fólki hvað þetta varðar eftir því við hvaða fjármálastofnun það kaus að eiga viðskipti við?

Virðulegur forseti. Í mínum huga er það algjörlega ótækt að Alþingi mismuni fólki með þeim hætti.