143. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2013.

frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum.

163. mál
[19:01]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Takk fyrir þessa athugasemd. Það þarf vissulega að hugsa um þetta. Þá er það líka spurningin: Ef innanríkisráðherra hefur trekk í trekk sagt að ekki sé hægt að stöðva nauðungarsölur vegna þess að það gangi gegn eignarréttinum, eignarrétti kröfuhafa, en við á Alþingi getum þó bjargað helmingi heimilanna sem eru með lán hjá Íbúðalánasjóði, eigum við þá ekki að gera það?