143. löggjafarþing — 32. fundur,  4. des. 2013.

fjárfesting í nýsköpun.

[15:07]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Þar kom það í lokin, útbólgið kosningaloforð. Mér finnst mjög mikilvægt að við reynum að ræða þetta á skynsamlegum nótum. Fjárfestingaráætlunin snerist um að fara leið sem mjög margar aðrar þjóðir í mjög svipuðum vanda og við höfum verið að glíma við hafa farið. Írar, Svíar og Finnar fjárfesta í tækni- og hugverkaiðnaði, skapandi greinum. Þarna er mikil og góð framleiðni starfa, þarna eru fjölbreytt störf, þarna eru góð laun og þarna skapast oft tekjur fljótt vegna þess að heimurinn er í raun og veru allur markaðssvæði. Ef CCP býr til nýjan tölvuleik er heimurinn markaðssvæði og það í rauninni ekkert bundið neinum náttúrulegum framleiðslutakmörkunum.

Við erum að tala um þetta. Að segja að það sé ekki fjármagnað — menn lögðu lykkja á leið sína hér til að fjármagna þetta, m.a. með hluta af arðgreiðslum úr bankakerfinu. Það var talað um það. En hvað er í rauninni fjármagnað? Það á að fara í verkefni á sviði þjóðmenningar í stað þess að fara í uppbyggingu í græna hagkerfinu. Er það fjármagnað eitthvað sérstaklega? (Forseti hringir.)