143. löggjafarþing — 32. fundur,  4. des. 2013.

dýraeftirlit.

[15:23]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Eftir því sem ég best veit er ekki komin á formleg ráðning, enda hefur ekki verið skrifað undir neina ráðningarsamninga. Eins og ég lýsti áðan er áfram unnið að því að reyna að ná niðurstöðu í þessu máli, hann er farinn að styttast verulega tíminn.

Ágreiningurinn snýst um það að samkvæmt frumvarpinu var áætlað að kostnaður sveitarfélaganna yrði 90 milljónir sem sveitarfélögin ættu að greiða ríkinu af því að nú er aldrei þessu vant verið að færa verkefni frá sveitarfélögum til ríkis, það er dálítið óvanalegt.

Mat sveitarfélaganna er að kostnaðurinn sé 27 milljónir, sem þau eru tilbúin að greiða, þannig að menn virðast vera að rífast þarna um rúmar 60 milljónir. Inn í það blandast reyndar fleiri þættir, kostnaðarmat á öðrum þáttum frumvarpsins.

Nú skal ég ekkert segja um það hvernig það endar en á næstu dögum verðum við augljóslega að bregðast við því, áður en þingi lýkur hér, hvernig þessu máli lyktar endanlega fyrir áramót.