143. löggjafarþing — 32. fundur,  4. des. 2013.

sjúkraskrár.

24. mál
[16:17]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það liggur fyrir að heilbrigðisráðuneytið er að reyna að bregðast við vandamáli sem hefur legið fyrir, að fólki getur gengið hægt og illa að feta sig í gegnum stjórnsýsluna til að biðja um aðgengi að sjúkraskrám, hvort sem um er að ræða eigin sjúkraskrá eða er með beiðni um að skoða aðrar, t.d. vegna gruns um læknamistök, sjúkraskrá látins maka eða barns. Þetta hefur reynst mörgum erfitt og dýrt vegna lögfræðikostnaðar.

Ráðuneytið leggur hér til breytingar sem að mínu viti tryggja ekki með afgerandi hætti mannréttindi og standast í annan stað ekki stjórnsýslulög. Ég legg því til þær breytingar sem ég útskýri á eftir í atkvæðaskýringu.