143. löggjafarþing — 32. fundur,  4. des. 2013.

sjúkraskrár.

24. mál
[16:20]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér göngum við atkvæða um frumvarp til laga um sjúkraskrár, en fram hefur komið breytingartillaga frá minni hluta velferðarnefndar sem hv. þm. Björt Ólafsdóttir mælti fyrir í gær. Breytingarnar varða annars vegar aðgang fólks að eigin sjúkraskrám og hins vegar kæruheimildir. Við atkvæðagreiðsluna mun ég styðja 2. lið breytingartillögunnar, enda tel ég algjört prinsippmál að ekki sé hægt að synja fólki undir neinum kringumstæðum aðgangi að eigin sjúkraskrám.

Um þær breytingartillögur er varða kæruleiðir mun ég hins vegar ekki greiða atkvæði.