143. löggjafarþing — 32. fundur,  4. des. 2013.

Orkuveita Reykjavíkur.

178. mál
[16:35]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fyrir hönd þingflokks Bjartrar framtíðar vil ég gera reikning fyrir því að fulltrúar eigenda Orkuveitu Reykjavíkur gengu á fund ráðherra þar sem þeir fóru fram á frekari frest til þessarar uppskiptingar. Eins og ráðherra fór yfir í 1. umr. var ekki vilji til þess að verða við því, enda hafa verið gefnar undanþágur áður. Stjórnendur og eigendur Orkuveitunnar hafa verið meðvitaðir um þetta og unnið vel undirbúning að uppskiptingunni.

Að því sögðu er rétt að geta þess að margt er gott í þessu frumvarpi. Það er vel unnið og í góðu samráði við neytendur og stjórnendur. Hér er hnykkt á almannahlutverki og almannaeign fyrirtækisins og starfssviðið þrengt og er það vel.