143. löggjafarþing — 32. fundur,  4. des. 2013.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

164. mál
[16:48]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Haraldur Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti atvinnuveganefndar. Atvinnuveganefnd í heild sinni stendur að álitinu um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, með síðari breytingum.

Í nefndarálitinu segir:

„Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Torfa Jóhannesson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Nefndinni barst umsögn um málið frá Byggðastofnun.

Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Lagt er til að gildistími laganna verði framlengdur en lögin munu að óbreyttu falla úr gildi 31. desember nk. Einnig er lagt til að Tjörneshreppur bætist við upptalningu þeirra sveitarfélaga sem heyra undir svæði 2 skv. 2. mgr. 4. gr. laganna. Þá er lagt til að hugtakið byggðakort verði skilgreint með almennari hætti en samkvæmt gildandi lögum.“

Eins og ég sagði áður, virðulegi forseti, stendur öll nefndin að þessu áliti.