143. löggjafarþing — 32. fundur,  4. des. 2013.

framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni.

206. mál
[17:06]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Minnist þess þegar þið brennduð ykkur síðast. Finnið þessa brunatilfinningu á þeim stað sem þið brennduð ykkur. Ímyndið ykkur svo að þið getið ekki hrist þessa tilfinningu af ykkur. Hún ferðast um allan líkamann. Ímyndið ykkur svo að þið hafið hellt eldsneyti, bensíni, yfir ykkur og séuð gegnsósa. Hve örvæntingarfull þurfið þið að vera til þess að gera: svona [Þingmaður kveikir á gaskveikjara.]?