143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

framlög til þróunaraðstoðar.

[14:14]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F):

Virðulegi forseti. Það er rétt að til stendur að skerða frekar framlög til þróunarsamvinnu milli umræðna. Það er gert til þess að stoppa upp í það gat sem hér hefur verið rætt um. Þeim fjármunum verður meðal annars ráðstafað til heilbrigðismála á Íslandi. Það eru að sjálfsögðu vonbrigði gangi þetta eftir en þetta er hins vegar planið með þá fjármuni.