143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

kæruferli fyrndra kynferðisbrota.

[14:28]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Líkt og hv. þingmaður nefnir þarf að fara yfir málið. Það er alveg hárrétt sem kemur fram hjá hv. þingmanni, sett var aukið fjármagn í þetta eftir ákveðna holskeflu á upplýsingum mála sem komu fram á síðasta ári. Það hefur ekki verið dregið úr því fjármagni innan innanríkisráðuneytisins. Það var forgangsraðað þannig að það fjármagn er enn þá inni í þessum liðum þannig að það á ekki að vera ástæðan. Þess þá heldur gerist ástæða til að rýna það og ég mun óska eftir upplýsingum um það líka. En eins og hv. þingmaður hefur sjálfsagt rekið augun í við lestur fjárlagafrumvarpsins er þessi aukning sem var á rannsóknum og aðgerðum vegna kynferðisglæpa enn þá inni í þeim liðum er lúta að innanríkisráðuneytinu.