143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[14:54]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Þær umræður sem fram hafa farið um fundarstjórn forseta hafa fyrst og fremst lotið að undirbúningi fjárlagafrumvarpsins. Breytingartillögur vegna 2. umr. liggja ekki fyrir um það. Þess vegna taldi forseti ekki óeðlilegt að umræður af því tagi sem hér hafa farið fram ættu sér stað. Hins vegar hefði að mati forseta verið óeðlilegt að hefja efnislega umræðu til dæmis um fjáraukalagafrumvarpið sem hér er komið á dagskrá áður en það væri þó komið á dagskrá.

Það var reyndar komið langleiðina á dagskrá áður en þessar umræður hófust.