143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[14:58]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Vissulega gætum við staðið betur að verklaginu varðandi fjárlagafrumvarpið en gert hefur verið. Það er okkur öllum ljóst, jafnt stjórnarmönnum sem minni hlutanum á þingi. Sú umræða sem hér fer fram bætir það þó ekki.

Í öðru lagi verð ég að leyfa mér að segja að vinnulag í fjárlaganefnd á síðasta kjörtímabili þar sem ég átti sæti var hvorki stjórnarandstöðu né stjórninni til sérstaks sóma. Við vitum að við erum sein, við vitum að þessu verklagi þarf að breyta, við vitum að við getum unnið betur en þessi umræða hér skilar okkur engu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)