143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[15:01]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar bara að spyrja forseta hvort honum finnist það vera góð vinnubrögð að farið sé í umræðu um fjáraukalög í dag og svo 2. umr. um fjárlög á fimmtudaginn miðað við þá umræðu og eins og hefur verið fundað. Hann er með dagskrárvaldið á Alþingi, hann ber ábyrgð á því á þingfundum, hann ber ábyrgð á því að vinnulagið sé þá gott þannig að hægt sé að fara í góða umræðu um þennan gríðarlega mikilvæga málaflokk.

Ég vil spyrja þingforseta hvort honum finnist það vera góð vinnubrögð, hvort það geti verið góð málefnaleg umræða og menn hafi þær upplýsingar sem þeir þurfa til að taka upplýsta ákvörðun um fjárlaga- og fjáraukalögin — hvort honum finnist það eins og staðan er núna eða hvort ekki ætti að fresta þessu eitthvað þangað til honum sýnist að betur sé hægt að halda á þessu máli.