143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[15:02]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti telur að þingmönnum sé ekkert að vanbúnaði að hefja 2. umr. um fjáraukalögin. Breytingartillögum og meirihlutaáliti var útbýtt hér í gær eins og oft gerist nú og minnihlutaálit barst þó fyrir upphaf umræðunnar. Varðandi fjárlagaumræðuna þá er enn stefnt að því að hún fari fram á fimmtudaginn en auðvitað er það háð því að hægt verði að afgreiða með skikkanlegum hætti og á tilsettum tíma breytingartillögur og nefndarálit og annað sem því fylgir.