143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[15:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef hvergi talað um það í ræðu minni hér í dag að ríkisstjórnin komi til með að skilja eftir sig 30 milljarða svarthol. Þvert á móti hrósaði ég nú fyrrverandi ríkisstjórn fyrir það að vegna þróunarinnar eftir að ný ríkisstjórn tók við hafi innheimta tekna skilað 5,3 milljörðum. Vonir standa því til þess að hægt sé að ljúka árinu með rúmlega 20 milljarða halla, ekki 30 milljarða halla. Að sjálfsögðu fögnum við því að hallinn virðist ætla að verða minni en leit út fyrir þegar fjárlagavinnan fór af stað hjá nýrri ríkisstjórn.

Það er mikilvægt líka að vera ekki með þær auknu væntingar sem birtast í nýjum hagvaxtarspám í fjáraukalögum því að við erum fyrst og fremst að loka rekstrarárinu 2013. (Forseti hringir.) Þess vegna á hagvaxtarspá, sem kemur fyrst og fremst til með að virka í (Forseti hringir.) byrjun næsta árs, ekki við í fjáraukalögum fyrir 2013 þar sem við (Forseti hringir.) erum að samþykkja þetta hér rétt fyrir jól.