143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[16:47]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé ekki gáfulegt af mér að fara djúpt í tæknileg atriði varðandi þetta. Hins vegar voru gerðar athugasemdir við að einn og sami aðili væri til dæmis að bóka og greiða og þarna erum við að skilja það að. Búið er að færa mjög mikið af bókhaldi sendiráða heim til Íslands og með því er líka verið að hagræða og spara, brugðist hefur verið við þessu á þann hátt.