143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[18:21]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum ræðuna. Hv. þingmanni var tíðrætt um aga í fjármálum og mig langar til að spyrja hvort henni þyki fara saman að leggja fram frumvarp til fjárlaga og mæla fyrir fjárlögum en jafnframt að ræða um að ákveðinn hluti sem verið er að samþykkja og fara í komi í fjárauka næsta árs. Já, spurningin er akkúrat þessi. Það er verið að fara yfir fjárlögin og klára fjárlögin en jafnframt er tilkynnt að hluti af því sem gert verði á árinu verði sett í fjáraukalög á árinu 2013. Það sem samþykkt var fyrir fjárlagaárið 2013 er ákveðin krónutala, ákveðin upphæð, en jafnframt var boðað að ákveðinn hluti færi á fjáraukalög það sama ár. Þykir hv. þingmanni það samræmast orðunum „agi í fjármálum“?