143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[23:03]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem mér finnst vera með afbrigðum góð það sem af er. En ég vil líka eins og aðrir vekja athygli á því að mér finnst mjög slæmt að hæstv. ráðherrar hafi ekki séð ástæðu til að fylgjast með þessum umræðum og vera hér í salnum í dag og í kvöld. Ég held að full ástæða sé til þess, eins og komið var inn á, að fá hæstv. húsnæðismálaráðherra, félagsmálaráðherra, hingað til að fjalla um og hlýða á umræður um út af hverju í ósköpunum ekki er desemberuppbót fyrir atvinnuleitendur.

Ég tek líka undir það sem snýr að menntamálaráðherra sem virðist ætla með annarri hendinni að gjörbreyta og stytta nám til stúdentsprófs — það er greinilega eitthvað sem er ekki að fara rétta leið í gegnum sali Alþingis.